Ósammála um skiptingu

Ágreiningur er á Alþingi.
Ágreiningur er á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt út­lit er fyr­ir að stjórn­ar­frum­varpið um leng­ingu fæðing­ar­or­lofs í 12 mánuði í tveim­ur áföng­um verði að lög­um fyr­ir jóla­leyfi þing­manna.

Full samstaða er um það í þing­inu að lengja fæðing­ar­or­lofið en mjög skipt­ar skoðanir eru á því hvernig út­færa eigi skipt­ingu rétt­ar­ins til fæðing­ar­or­lofs á milli for­eldra sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Helgu Völu Helga­dótt­ur, for­manns vel­ferðar­nefnd­ar.

Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar hef­ur lagt fram breyt­ing­ar­til­lög­ur við frum­varpið þar sem sú skylda er lögð á fé­lags- og barna­málaráðherra að leggja fram frum­varp á Alþingi eigi síðar en í októ­ber 2020 þar sem ákvæði um skipt­ingu fæðing­ar­or­lofs milli for­eldra og sam­eig­in­leg­an rétt verði tek­in til end­ur­skoðunar. Nefnd sem fjall­ar um heild­ar­end­ur­skoðun lag­anna út­færi skipt­ingu fæðing­ar­or­lofs­ins fyr­ir þann tíma.

Í frum­varp­inu er lagt til að rétt­ur hvors for­eldr­is til fæðing­ar­or­lofs verði 5 mánuðir og sam­eig­in­leg­ur rétt­ur sem þeir geta skipt með sér verði tveir mánuðir. Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar legg­ur til að skipt­ing­in miðist við fjóra mánuði þar til og ef önn­ur út­færsla verður ákveðin á næsta ári, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert