Skapar ný tækifæri

Ferðamenn í Reykjavík.
Ferðamenn í Reykjavík. mbl.is/RAX

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður út í já­kvæð viðbrögð Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta við kosn­inga­sigri íhalds­manna í Bretlandi og mögu­leg­an fríversl­un­ar­samn­ing Breta og Banda­ríkja­manna í kjöl­far úr­slit­anna, að það sé gott ef slík­ur samn­ing­ur kom­ist á, enda sé eng­inn fríversl­un­ar­samn­ing­ur í gangi milli Banda­ríkj­anna og ESB.

„Eitt af því sem við höf­um lagt áherslu á er að efla sam­skipt­in við Banda­rík­in. Viðskipta­sam­ráðið sem við Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins, sett­um af stað í fe­brú­ar, og hef­ur verið í gangi allt þetta ár er liður í því. Þessi mál tengj­ast ekki, en við skul­um ekki úti­loka að ein­hverj­ir mögu­leik­ar geti opn­ast fyr­ir okk­ur ef Bret­ar og Banda­rík­in semja sín á milli,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Sterk­ara pund eyk­ur kaup­mátt

Jakob Rolfs­son, sér­fræðing­ur hjá Ferðamála­stofu, og Erna Björg Sverr­is­dótt­ir, aðal­hag­fræðing­ur Ari­on banka, telja að mögu­leg­ur upp­gang­ur bresks efna­hags­lífs, ef brex­it raun­ger­ist, geti orðið til að auka áhuga Breta á Íslands­ferðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert