Tetra er ekki treystandi

Unnið er að því að laga Dalvíkurlínu sem skemmdist mikið …
Unnið er að því að laga Dalvíkurlínu sem skemmdist mikið í ofsaveðrinu. Fjórir ráðherrar heimsóttu Norðurland í gær og kynntu sér ástandið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tetra-kerfið lá niðri í Skagaf­irði í hátt í sól­ar­hring og var svo mjög óstöðugt, datt inn og út, á meðan ofsa­veðrið geisaði fyrr í vik­unni. „Það var ekk­ert hægt að treysta á Tetra-kerfið,“ seg­ir Stefán Vagn Stef­áns­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Norður­landi vestra í Morg­un­blaðinu í dag.

„Við gát­um notað kerfið til að tala sam­an hér inn­an svæðis, en vor­um sam­bands­laus út fyr­ir svæðið eins og við fjar­skiptamiðstöð lög­regl­unn­ar og Neyðarlín­una 112.“

Hann sagði að fara þyrfti yfir og laga áreiðan­leika kerf­is­ins sam­kvæmt feng­inni reynslu. Það teng­ir sam­an lög­reglu, slökkvilið, sjúkra­lið og björg­un­ar­sveit­ir og gegn­ir lyk­il­hlut­verki fyr­ir viðbragðsaðila þegar bregðast þarf skjótt við.

„Það þarf að þétta netið og fjölga Tetra-send­um og vera með þá einnig á lág­lendi. Við erum með einn sendi fyr­ir okk­ur í Skagaf­irði. Hann er uppi á Tinda­stól í 700-800 metra hæð. Við get­um ekki treyst ein­vörðungu á slíkt. Svo þarf að búa þannig um hnút­ana að þó að raf­magn fari af þá end­ist þeir leng­ur en í sól­ar­hring. Það þarf öfl­ugra vara­afl,“ sagði Stefán.

Gera þarf víðtæk­ar breyt­ing­ar

„Þetta er lang­versta til­vik sem ég hef upp­lifað á mín­um tutt­ugu árum hér,“ seg­ir Þór­hall­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Neyðarlín­unn­ar, um trufl­an­ir sem urðu á fjar­skipt­um vegna raf­magns­leys­is. „Nú þurfa all­ir aðilar að setj­ast yfir stöðu mála og gera ráðstaf­an­ir þannig að þegar þetta ger­ist næst verðum við bet­ur und­ir­bú­in. Það þarf að tryggja að hér séu fjar­skipti þó að raf­magnið fari og til þess þarf að gera víðtæk­ar breyt­ing­ar á vara­afli.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert