Vinnustofa Braga opnuð

Bræður. Fjölnir, Ásgeir og Símon Ásgeirssynir.
Bræður. Fjölnir, Ásgeir og Símon Ásgeirssynir. mbl.is/Sigurður Bogi

Vinnu­stofa Braga heit­ins Ásgeirs­son­ar list­mál­ara og sal­arkynni þar sem ýmis af lista­verk­um hans má finna voru opnuð al­menn­ingi í dag. Vinnu­stofa sem Bragi hafði eru sal­arkynni á 13. hæð fjöl­býl­is­húss­ins í Aust­ur­brún 4 í Reykja­vík. Þar hef­ur ekki verið hreyft við neinu frá því Bragi gekk þar um en hann lést vorið 2016.

Geymsla með verk­um Braga er í Sunda­borg 4. Þar hef­ur lista­verk­um hans nú verið komið fyr­ir. Nokk­ur eru á veggj­um í rúm­góðum sal­arkynn­um en flest í rekk­um og þar auðfinn­an­leg.

„Bragi var tví­mæla­laust einn af áhrifa­mestu list­mál­ur­um Íslend­inga og verður að mati þeirra sem best þekkja til eitt af stóru nöfn­un­um. List hans á því nú sem fyrr mikið er­indi við sam­tím­ann og mér finnst mik­il­vægt að nafni hans og boðskap sé haldið á lofti,“ sagði Fjöln­ir Geir, son­ur lista­manns­ins, þegar hann tók á móti fólki í Aust­ur­brún í dag. Þar voru einnig bræður hans, þeir Ásgeir og Sím­on. Opn­un þess­ara tveggja list­setra er sam­starfs­verk­efni bræðranna og Gísla Gísla­son­ar lög­fræðings. 

Á listsetrinu í Sundaborg.
Á list­setr­inu í Sunda­borg. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Andlistmynd af Braga eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara.
And­list­mynd af Braga eft­ir Ragn­ar Kjart­ans­son mynd­höggv­ara. mbl.is
Fjölmenni var við opnunina í Austurbrún í dag.
Fjöl­menni var við opn­un­ina í Aust­ur­brún í dag. mbl.is
Horft af vinnustofunni yfir Sundin blá.
Horft af vinnu­stof­unni yfir Sund­in blá. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert