Þessi brjálaða bylgja

Fríða Ísberg á tröppum Gröndalshúss, þar sem hún er með …
Fríða Ísberg á tröppum Gröndalshúss, þar sem hún er með vinnuaðstöðu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Marg­ir vilja tengja þessa bók sam­an við sam­fé­lags­miðla og ég get hálf­veg­is tekið und­ir það, en af svo­litl­um trega þar sem það er ekki minnst einu orði á sam­fé­lags­miðla í bók­inni,“ seg­ir Fríða Ísberg um nýja ljóðabók sína, Leður­jakka­veður. 

„En þetta tvennt teng­ist auðvitað að því leyt­inu til að þessi brjálaða bylgja að deila öll­um mögu­leg­um hlut­um með öðrum er kom­in þaðan. Glans­mynd­in og sárs­auk­inn vega salt á sam­fé­lags­miðlum, og tví­skipt­ing­in þannig sú sama og er í bók­inni; ein­hvers kon­ar útþensla og svo ein­hvers kon­ar sann­leik­ur. Meng­in eru tengd; fólk hef­ur það ým­ist flott og fínt eða ekki flott og bein­lín­is slæmt.“

Fríða seg­ir sam­fé­lags­miðla hafa ýtt und­ir það fyr­ir ára­tug eða svo að hver og einn ein­stak­ling­ur fékk fjöl­miðlavald. Og það á mikl­um um­brota­tím­um í lífi þess­ar­ar þjóðar, rétt eft­ir hrun. „Þarna gafst ein­stak­ling­um færi á að sprengja ákveðna glans­mynd sem fylgdi lífi okk­ar fyr­ir hrun; öll heyrðum við átak­an­leg­ar og drama­tísk­ar sög­ur af fólki úti í bæ og sam­fé­lags­miðlar marg­földuðu þær.“

Lag­kaka gagn­vart les­and­an­um

Svo kem­ur að því að kryfja Leður­jakka­veður. Og þar er speg­ill­inn und­ir og yfir og allt um kring. „Speg­ill­inn sker ljóðmæl­and­ann í tvennt – í égið og þúið. Það er hið innra og ytra sjálf. Fyrsti kafl­inn heit­ir 1.p og þar er égið að reyna að út­skýra til­urð leður­jakk­ans og er orðið langþreytt á að ná engri teng­ingu við annað fólk, það vill klæða sig úr brynj­unni og vörn­inni, úr leður­jakk­an­um. Í öðrum kafla, 2.p., tek­ur þúið við. Það er töffar­inn, í út­rás, seg­ist vera ei­lífðaratóm, heil­steypt og ódeil­an­legt. Í þriðja hluta bók­ar­inn­ar, Við, mást lín­urn­ar, þúið fer allt í einu í út­rás­arein­lægni og égið fer að skilja að það þarf leður­jakk­ann líka.“

Fríða seg­ir ljóðformið ákaf­lega spenn­andi fyr­ir átök af þessu tagi. Ljóðabók­in sé oft les­in í senn sem skrifta­stóll og játn­ing­ar­form. „Ljóðmæl­and­an­um og ljóðskáld­inu er gjarn­an splæst sam­an. Svo að úr verður ein­hvers kon­ar lag­kaka gagn­vart les­and­an­um; er þetta skáldið að vera ein­lægt eða er ljóðmæl­and­inn bara enn einn leður­jakk­inn?“

Nán­ar er rætt við Fríðu Ísberg í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert