Engin sala í eftirsóttu rými

Reykta saltaða kjötið, biðraðirnar, ákvarðanirnar, hlaðborðin, ösin, hávaðinn, allir skrýtnu ættingjarnir og reikningurinn óumflýjanlegi! Aðdragandi jólanna getur verið strembinn. En nú gefst fólki kostur á að hlaða batteríin í eftirsóttu verslunarrými þar sem ekkert er þó til sölu og ekkert kostar inn.

Í Kringlunni hefur eitt verslunarrýmið verið tekið yfir af bensínfélaginu Orkunni þar sem markmiðið mun einungis vera að gefa fólki tækifæri á að jafna sig í rými þar sem ekkert er nema bleikt ljós og hljóðskúlptúr eftir Frank Hall. 

„Okkur langaði mest til þess að geta slökkt á öllu áreitinu. Það er svo mikið áreiti í kringum jólin úr öllum áttum. En okkur langaði að geta búið til stað sem að tekur það allt saman út,“ segir Steinar Þór Ólafsson, markaðsstjóri Orkunnar.

Í myndskeiðinu er kíkt í rýmið sem verður opið alla daga fram til jóla.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert