Komu saman eftir krefjandi viku

Ljósmynd/Bjarni Gunnarsson

Fjölmenn samverustund var haldin á Dalvík í kvöld, sem áætlað er að tæplega 400 manns hafi sótt og voru góðar veitingar á boðstólum fyrir viðstadda.

Þarna var saman kominn fjöldi björgunarsveitamanna, starfsmenn Rarik og Landsnets, starfsmenn veitna og annarra stofnana hjá Dalvíkurbyggð, áhöfn varðskipsins Þórs, lögreglumenn, íbúar og starfsmenn fjölmargra fyrirtækja í Dalvíkurbyggð og nágrenni auk annarra sem lagt hafa hönd á plóg við hin ýmsu krefjandi verkefni undanfarna viku.

Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir hélt ræðu þar sem hún þakkaði öllum viðbragðsaðilum sem og íbúum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir óeigingjarnt vinnuframlag, sem í sumum tilfellum sér ekki fyrir endan á. Jónína Ólafsdóttir prestur í Dalvíkurbyggð fór með blessunarorð.

Ljósmynd/Bjarni Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert