Kuldakast í Kórahverfi

Fjöldi íbúa í Kórahverfi tjáði sig um kuldann á Facebook …
Fjöldi íbúa í Kórahverfi tjáði sig um kuldann á Facebook um helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Síðustu daga hefur verið kalt í húsum í Kórahverfi og er þar um að kenna skorti á vatni til upphitunar. Íbúi í Kórahverfi segir að slíkt sé algengt ef hitastig úti við fari undir mínus 5 gráður.

Hefur vandamálið farið versnandi á síðustu þremur árum en mikið hefur verið byggt í Kórahverfinu undanfarið. Hverfið liggur fremur hátt á höfuðborgarsvæðinu en upplýsingafulltrúi Veitna segist ekki kannast við það að Kórahverfið sé sérstakt vandamálasvæði hvað þetta varðar. Þó finni íbúar í hverfum sem liggi hátt oftar en ekki meira fyrir því þegar þrýstingur lækkar í kerfinu.

Vandamál komu upp hjá Veitum á laugardagskvöld sem ollu því að þrýstingur í kerfinu minnkaði, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta fyrirbæri í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka