Línuviðgerðum miðar vel

Viðgerð sóttist vel í gær við raflínur sem skemmdust í …
Viðgerð sóttist vel í gær við raflínur sem skemmdust í ofsaveðrinu mikla. Viðgerð á línum Dalvíkurlínu var nær lokið í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tengi­virki Landsnets í Hrúta­tungu í Hrútaf­irði leysti nokkr­um sinn­um út í gær vegna seltu og ís­ing­ar. 25 manna hóp­ur átti að hefja hreins­un á ein­angr­ur­um í tengi­virk­inu á miðnætti, að sögn Stein­unn­ar Þor­steins­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Landsnets. Reiknað var með að það tæki allt að fjór­ar stund­ir.

Á meðan var raf­magn tekið af í Vest­ur-Húna­vatns­sýslu og Hvammstanga. Hætta var á að trufl­an­ir gætu orðið á raf­magni á Strönd­um, í Döl­um og Reyk­hóla­sveit vegna þessa.

Vel gekk að gera við Dal­vík­ur­línu í gær. Viðgerð á vír­um var nán­ast lokið í gær­kvöld. Eft­ir var að reisa fjór­ar stæður eða átta staura og setja upp krossa og slár. Reiknað er með að viðgerð ljúki á miðviku­dag.

Kópa­skers­lína er í rekstri frá Laxá að Lind­ar­brekku og að fisk­eld­is­stöðinni í Öxarf­irði. Í dag hefst viðgerð á línu­hlut­an­um næst Kópa­skeri þar sem brotnuðu fjór­tán stæður og mun 20 manna hóp­ur vinna við það. Reiknað er með að viðgerð taki nokkra daga. Viðgerð hófst á Húsa­vík­ur­línu í gær og er reiknað með að henni ljúki á morg­un, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert