Rafmagnslaust á Sauðárkróki á ný

Rafmagnlaust er aftur á Sauðárkróki, unnið er að greiningu og …
Rafmagnlaust er aftur á Sauðárkróki, unnið er að greiningu og viðgerð. Ljósmynd/Birgir Bragason

Rafmagnslaust er á Sauðárkróki og Hofsósi og raunar í öllum Skagafirði nema hjá þeim sem fá rafmagn beint frá Varmahlíð. Ekki er vitað hvað veldur en unnið er að greiningu og reynt að spennusetja að nýju samkvæmt upplýsingum frá Rarik og Landsneti. 

Hrútatunga varð gerð spennulaus laust eftir miðnætti og var hún komin aftur inn á net um klukkan hálffimm í nótt. Það varði hins vegar stutt og leysti hún enn út vegna seltu á sjötta tímanum í morgun og því er rafmagnslaust í Hrútafirði. Einnig er rafmagnslaust í Langadal og Blöndudal. Unnið er að spennusetningu.

Rafmagnslaust er í Hrútafirði, Langadal, Blöndudal, Sauðárkróki og víða í …
Rafmagnslaust er í Hrútafirði, Langadal, Blöndudal, Sauðárkróki og víða í Skagafirði þessa stundina. Kort/Rarik/Samsýn

Þess utan eru svo til öll heim­ili á veitu­svæði RARIK kom­in með raf­magn. Marg­ir eru þó tengd­ir vara­aflsvél­um. Sum­ar­bú­staðir og heim­ili sem hafa verið rýmd gætu enn verið raf­magns­laus. Rarik biður not­end­ur sem eru tengd­ir vara­afli að spara raf­magn eins og kost­ur er.

Rarik mun þurfa að keyra vara­afl þangað til búið er að gera við flutn­ings­kerfi Landsnets. Enn er mikið af bil­un­um í dreifi­kerfinu sem taka mun nokkra daga að lag­færa og bú­ast má við trufl­un­um á af­hend­ingu raf­magns á meðan þetta ástand var­ir. Einnig má bú­ast við mögu­leg­um skömmt­un­um á raf­magni þegar at­vinnu­lífið fer í gang eft­ir helg­ina, að því er segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert