Tíu jarðskjálftar 3 eða stærri

Alls hafa um 900 skjálftar mælst í hrinu sem hófst …
Alls hafa um 900 skjálftar mælst í hrinu sem hófst í gærmorgun. Stjarnan merkir skjálfta 3 eða stærri, en þeir eru 10 talsins síðasta sólarhringinn. Kort/Veðurstofa Íslands

Tíu jarðskjálftar á bilinu 3 til 3,7 hafa mælst í Fagradalsfjalli og í grennd við Geirfugladranga frá því í gærmorgun. Hátt í 900 skjálftar hafa mælst í hrinunni frá því hún hófst. 

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftarnir hafi aðallega verið austast í Fagradalsfjalli en einnig hafa skjálftar mælst vestast í fjallinu. Veðurstofunni hafa borist allmargar tilkynningar frá fólki sem hefur orðið vart við skjálftana og má gera ráð fyrir að þeir hafi allir fundist vel í nærliggjandi byggð, Grindavík, Keflavík, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. 

Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert