Viðráðanlegt íbúðaverð á Selfossi

Mikið líf er nú á Selfossi og víða má sjá …
Mikið líf er nú á Selfossi og víða má sjá hús þar í byggingu. mbl.is/​Hari

„Verktakar eiga fullt í fangi með að byggja íbúðarhúsnæði í samræmi við aðstreymi fólks í bæinn. Eftirspurnin er mikil og hér hefur verið seljendamarkaður í langan tíma,“ segir Þorsteinn Magnússon, fasteignasali hjá Árborgum á Selfossi.

Því var sérstaklega haldið til haga á dögunum að íbúar í Sveitarfélaginu Árborg eru nú orðnir 10.000. Fjölgunin á einu ári er um 1.000 íbúar og að undanförnu hafa um 60 manns á mánuði komið inn nýir á íbúaskrá. Af þessu leiðir að fasteignamarkaðurinn á svæðinu er líflegur.

Sérbýlishefðin er sterk

Á síðustu tveimur árum hafa verið byggðar 200-300 nýjar íbúðir á Selfossi og er þetta blanda af eignum í einbýli, rað-, par- og fjölbýlishúsum. Í Sveitarfélaginu Árborg eru nú rúmlega 3.700 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum, það er á Eyrarbakka, Stokkseyri, í dreifbýli og á Selfossi en þar hefur fólki fjölgað mjög á síðustu árum.

„Sérbýlishefðin er mjög sterk hér á Selfossi og hér hefur mikið verið byggt af einbýlis-, par- og raðhúsum, en í síðastnefnda flokknum eru þetta íbúðir sem gjarnan eru öðru hvoru megin við 100 fermetra að flatarmáli. Í svonefndu Hagalandi, sem er syðst og vestast á Selfossi, og Dísastaðalandi austast í bænum hefur talsvert verið byggt af einbýlishúsum að undanförnu og þau eru einnig eftirsótt,“ segir Þorsteinn í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þorsteinn Magnússon.
Þorsteinn Magnússon. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka