John Snorri Sigurjónsson fjallamaður hóf í gærkvöldi 28 klukkustunda langa æfingu á Esjunni.
Hann hélt í sína fyrstu ferð upp fjallið klukkan 18 og ætlar sér að ganga alls fjórtán ferðir viðstöðulaust upp og niður Esjuna þar til æfingu lýkur klukkan 22 í kvöld.
Þetta er opin æfing og er öllum frjálst að slást í för með fjallagarpinum, sem býr sig nú undir að fara til Pakistans í janúar næstkomandi og reyna þar að verða fyrsti maðurinn til þess að klífa tind K2 að vetrarlagi.