Rafmagnslaust í Húnaþingi vestra

Í gærkvöldi og nótt voru truflanir á kerfi RARIK út …
Í gærkvöldi og nótt voru truflanir á kerfi RARIK út frá Hrútatungu og Laxárvatni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rafmagnslaust er í Húnaþingi vestra, frá Hvammstanga að Torfustöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka. Bilanaleit hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn, að því er segir í tilkynningu frá Rarik. Í gærkvöldi og nótt voru truflanir á kerfi Rarik út frá Hrútatungu og Laxárvatni. 

Rarik biður notendur sem eru tengdir varaafli að spara rafmagn eins og kostur er, sérstaklega þar sem atvinnulífið á Dalvík er að fara í fullan gang og óskað er eftir að fólk fari sparlega með rafmagn klukkan 6-18 til að draga úr líkum á óæskilegum truflunum. Í því skyni er rétt að nota t.d. ekki þvottavélar, þurrkara, eldavélar, bakarofna og önnur tæki sem nota mikið rafmagn.

Staða dreifikerfisins er sem hér segir: 

Norðausturhornið:

Enn eru keyrðar varaaflsvélar á Raufarhöfn, Þórshöfn og Bakkafirði. Allir á þessu svæði eru með rafmagn. Viðgerð er lokið á línu í Þistilfirði.

Þingeyjarsveit

Bilun er í Reykjadal, en allir eru með rafmagn.

Fnjóskadalur:

Einhverjar bilanir en þeir sem þurfa hafa varaafl.

Grýtubakkahreppur:

Lína frá Nolli að Sveinbjarnargerði er öll niðri og varaafl er keyrt þar sem þörf er á.

Árskógssandur:

Vegna bilunar á Dalvíkurlínu er rafmagn nú tekið frá Rangárvöllum sem veldur lágri spennu og lélegum spennugæðum.

Hrísey:

Keyrt er á varaafli vegna bilunar á Dalvíkurlínu.

Svarfaðardalur:

Allur Svarfaðardalur er kominn með rafmagn fyrir utan þrjár spennistöðvar þar sem ekki er föst búseta. Keyrt er á varaafli frá Dalvík.

33 kV lína frá Dalvík til Árskógsands:

Línan er slitin og mikið sliguð. Mikill halli er á staurum. Viðgerð er hafin á línunni.

Dalvík:

Búið er að tengja tiltækt varaafl á Dalvík. Varðskipið Þór er að framleiða fyrir alla almenna notkun. Viðgerð er hafin á Ólafsfjarðarlínu.

Siglufjörður/Ólafsfjörður:

Komið er rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun, allir almennir notendur með rafmagn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert