Snjómokstur fram úr fjárveitingum

Snjómokstur á Akureyri .
Snjómokstur á Akureyri . mbl.is/Þorgeir Baldursson

Hin mikla snjókoma á Akureyri að undanförnu hefur leitt til þess að útgjöld bæjarfélagsins til snjómoksturs eru orðin meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.

Kostnaðurinn við moksturinn eftir hvellinn mikla í síðustu viku nemur einn og sér tugum milljóna króna.

Við snjómoksturinn hafa unnið 50 manns á 40 ruðningstækjum og mátt hafa sig alla við til að halda helstu leiðum opnum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert