Stoppað í götin með nýjum umferðarlögum

Bílarnir hafa breyst og samgöngurnar sömuleiðis frá því gildandi umferðarlög …
Bílarnir hafa breyst og samgöngurnar sömuleiðis frá því gildandi umferðarlög voru sett árið 1987. Mikil þörf var á uppfærðum lögum. mbl.is/Sigurður Bogi

Í nýjum umferðarlögum sem taka gildi um komandi áramót koma fram ýmsar nýjungar sem eru til þess fallnar að auka umferðaröryggi. Hefur t.d. umferðarhraði í svonefndum vistgötum, þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur hafa forgang fram yfir umferð bíla, verið lækkaður í 10 km á klst.

Einnig eru fest í lög ýmis atriði sem hingað til hafa aðeins verið siðir, hefðir eða atriði í reglugerðum. Til dæmis er nú í fyrsta skipti bannað samkvæmt lögum að aka gegn rauðu ljósi, en slíkt bann hefur hingað til aðeins verið í reglugerð. Í gildandi lögum sem eru frá árinu 1987 hefur ekkert bannað ökumönnum að bruna yfir á rauðu ljósi þótt fæstir geri slíkt nema í glannaskap eða af forherðingu.

Fjölbreyttari ferðamáti

„Í gömlu lögunum hafa verið ýmsar glufur og göt sem nýju lögin stoppa í. Samfélagið hefur gjörbreyst á þeim 32 árum síðan fyrri lög voru sett og því þurfti ný sem samræmast veruleika dagsins í dag,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu í fréttaskýringu um breytingarnar á umferðarreglunum í Morgunblaðinu í dag.

„Bílar hafa breyst og samgöngur sömuleiðis. Fjölbreytni samgangna hefur farið vaxandi og þannig til dæmis sífellt fleiri sem nota hjólreiðar sem virkan ferðamáta. Einnig eru snjalltæki orðin allsráðandi og eru nánast framlenging á hendi margra. Í lögunum nýju eru atriði sem kveða afdráttarlaust á um bann við notkun þeirra við akstur allra ökutækja, bæði bíla og reiðhjóla, en miðað við erlendar rannsóknir valda þau allt að fjórðungi allra slysa í umferðinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka