7,5 milljóna tjón í Straumsvík

Talið er að um 150 rúmmetrar af grjótvörn og um …
Talið er að um 150 rúmmetrar af grjótvörn og um 300 rúmmetrar af fyllingarefni hafi skolast burt. Ljósmynd/Hafnarfjarðarhafnir

Gróft kostnaðarmat vegna viðgerða á grjótgarði og landfyllingum við Austurbakka í Straumsvík vegna óveðursins sem gekk yfir landið nemur 7,5 milljónum króna.

Þetta kemur fram í greinargerð verkfræðistofunnar Strendings um áætlað tjón sem var kynnt á fundi hafnarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar í gær.

Að beiðni Lúðvíks Geirssonar hjá Hafnarfjarðarhöfn voru skemmdir skoðaðar við suðurenda bryggjunnar þar sem farmskip landa í Straumsvík.

Um tíu metra langt gap kom á varnargarðinn sem hlífði stálþilsgafli hafnarbakkans. Aldan gróf sig um 15 metra inn í gegnum grjótvörn og skolaði burtu grjótvörn og fyllingarefni.

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Talið er að um 150 rúmmetrar af grjótvörn og um 300 rúmmetrar af fyllingarefni hafi skolast burt. Samkvæmt veðurmælingum í Straumsvík var vindhraði í kviðum um og yfir 30m/s í um tólf klukkustundir.

Ástæða skemmda er líklega sú að með miklum vindi og ölduhæð í langan tíma hefur vindstefna og öldustefna vísað beint á kverk milli grjótvarnar og stálþils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert