Borgarbúar geta sótt salt og sand

Það er gott að komast í sand og salt til …
Það er gott að komast í sand og salt til að sporna við hálku. mbl.is/​Hari

Eins og undanfarin ár eiga íbúar þess kost að sækja sér salt og sand á hverfastöðvar og verkbækistöðvar Reykjavíkurborgar til að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum. 

Íbúar eru beðnir um að hafa með sér margnota ílát. Plastpokar sem staðið hafa til boða heyra brátt sögunni til og verða aðeins lagðir til á meðan birgðir endast.

Nánar á vef borgarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert