Frekari lækkun kemur til greina

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ákveðinn biðleikur hafi falist í því að halda stýrivöxtum óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunarfundi ársins í liðinni viku.

Bankinn vilji ekki missa vaxtatækið úr höndunum með því að lækka vextina of skarpt og að nú hafi þótt heppilegt að staldra við. Þá séu væntingar um að aukinn slagkraftur í umsvifum ríkisins muni hafa örvandi áhrif þegar kemur inn á nýtt ár.

Í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag segir Ásgeir að viðskiptabankarnir hafi að undanförnu endurverðlagt áhættuna í lánasöfnum sínum og það hafi í einhverjum tilvikum kallað á vaxtahækkanir. Bagalegt sé að það tosist á við tilburði Seðlabankans til að lækka vaxtastig í landinu.

„Ef vextir til heimila og fyrirtækja eru að hækka vegna hækkandi vaxtamunar þá gætum við þurft að bregðast við því,“ segir Ásgeir og bendir á að enn hafi bankinn borð fyrir báru í þeim efnum. Hann segir ekki tímabært að lækka eiginfjárkvaðir á bankana sem þó munu hækka nú um áramótin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert