Niðurrif hafið við HÍ

Gamli Garður. Framkvæmdir á þessu svæði eru umdeildar og sagðar …
Gamli Garður. Framkvæmdir á þessu svæði eru umdeildar og sagðar ógna listrænt mikilvægri skipulagsheild. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdir við byggingu nýrra stúdentaíbúða eru hafnar á svæði Háskóla Íslands. Á dögunum sást þar stórvirk vinnuvél við niðurrif á Gamla Garði, fyrstu byggingu háskólans á þessu svæði, en verið var að taka niður stigahús á suðurgafli.

Nýju stúdentaíbúðirnar verða þrjár hæðir og kjallari og munu þær tengjast Gamla Garði við áðurnefndan suðurgafl. Hámarksbyggingarmagn er 2.900 fermetrar ofanjarðar og 480 fermetrar neðanjarðar, eða samtals 3.300 fermetrar.

Gert er ráð fyrir að í viðbyggingunni verði 70 ný stúdentaherbergi ásamt sameiginlegum eldhúsum, samkomurýmum og geymslum. Andrúm arkitektar ehf. sáu um hönnun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert