Senda viðbragðsaðilum þakkir

Leif Magnús Grétarsson.
Leif Magnús Grétarsson.

Aðstand­end­ur Leifs heit­ins Magnús­ar Grét­ars­son­ar This­land á Íslandi og í Nor­egi hafa sent björg­un­ar- og viðbragðsaðilum þakk­ir sín­ar:

„Í síðustu viku gerðist sá sorg­legi at­b­urður að dreng­ur­inn okk­ar Leif Magnús Grét­ars­son This­land lést af slys­för­um þegar hann féll í Núpá í Sölva­dal. Í þeirri miklu sorg sem slys­inu fylgdi fyr­ir fjöl­skyldu og vini Leif Magnús­ar vor­um við ólýs­an­lega þakk­lát fyr­ir óeig­ingjarnt starf björg­un­ar­sveita, lög­reglu, Land­helg­is­gæsl­unn­ar og annarra viðbragðsaðila sem komu að björg­un­araðgerðum við afar erfiðar aðstæður við Núpá. Þarna fund­um við fyrst á eig­in skinni hve mik­il­vægt starf björg­un­ar­sveita og annarra viðbragðsaðila er, en það skipt­ir sköp­um fyr­ir okk­ur öll þegar veður ger­ast vá­lynd og aðstæður verða nán­ast óviðráðan­leg­ar.

Við upp­lifðum fag­lega og fum­lausa fram­komu viðbragðsaðila í öll­um sam­skipt­um við okk­ur aðstand­end­ur Leif Magnús­ar og var mikla nær­gætni að finna við all­ar til­kynn­ing­ar og upp­lýs­inga­gjöf í kjöl­far slyss­ins. Þetta veitti okk­ur styrk og vissu fyr­ir því að verið var að gera allt sem í mann­legu valdi stóð til að koma dregn­um okk­ar til bjarg­ar.

Við erum þakk­lát ykk­ur öll­um. Við biðjum ykk­ur Guðs bless­un­ar og gleðilegra jóla. Fyr­ir hönd fjöl­skyldna Leifs í Nor­egi og á Íslandi.

Grét­ar Már Óskars­son,

Óskar Pét­ur Friðriks­son,

Torf­hild­ur Helga­dótt­ir,

Val­gerður Erla Óskars­dótt­ir,

Brynj­ólf­ur Ásgeir Brynj­ólfs­son.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert