Slys á fólki um borð í harðbotna bátum rannsökuð

Á Skjálfanda. Hvalaskoðunarbáturinn Amma Sigga II á siglingu.
Á Skjálfanda. Hvalaskoðunarbáturinn Amma Sigga II á siglingu. mbl.is/Sigurður Ægisson

Tveir menn slösuðust um borð í harðbotna léttbáti nýja Herjólfs í sumar er báturinn var sjósettur í fyrsta skipti. Annar mannanna hefur ekki verið vinnufær eftir atvikið.

Í skýrslu siglingasviðs rannsóknanefndar samgönguslysa segir að bátnum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður og skort hafi þekkingu og þjálfun á honum.

Enginn af áhöfn léttbátsins hafði hlotið sérstaka þjálfun í notkun á hraðskreiðum léttbátum. Fram kemur í skýrslu RNS að samkvæmt upplýsingum frá skipstjóra hafi hluti áhafnar lokið námskeiði bæði fyrir líf- og léttbáta og hraðskreiða léttbáta eftir atvikið og að til standi að senda fleiri á námskeið.

Fleiri mál til skoðunar

Slys á fólki um borð í þremur harðbotna RIB-hvalaskoðunarbátum eru nú til athugunar hjá siglingasviði rannsóknanefndar samgönguslysa. Um er að ræða bátana Ömmu Siggu, Ömmu Siggu II og Kjóa, en allir eru bátarnir gerðir út frá Húsavík. Fram kemur í fundargerð nefndarinnar frá síðasta föstudegi að drög að lokaskýrslu hafi verið send aðilum til umsagnar, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert