Spenna komin á Dalvíkurlínu

Fjölmennur vinnuflokkur frá Landsneti hefur unnið að viðgerðinni síðustu vikuna.
Fjölmennur vinnuflokkur frá Landsneti hefur unnið að viðgerðinni síðustu vikuna. mbl.is/Eggert

Viðgerðum á Dalvíkurlínu er lokið og spenna er komin á línuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti, sem hafði stefnt að því að koma línunni í rekstur í dag. 

Fjölmennur vinnuflokkur hefur unnið að viðgerð á línunni, sem skemmdist illa þegar fárviðrið gekk yfir Norðurland í síðustu viku. Yfir fimmtíu staurar brotnuðu í stæðunum og þá slitnaði línan á einum stað.

Vegna skemmdanna sem urðu á Dalvíkurlínu hefur þurft að nota varðskipið Þór til þess að sjá Dalvíkingum fyrir rafmagni. Þess mun ekki þurfa lengur nú þegar línan er komin í gagnið á ný, auk þess sem hægt verður að veita raf­magni um línuna til Árskógs­sands, Hrís­eyj­ar, Svarfaðar­dals, Siglu­fjarðar og Ólafs­fjarðar, en þar hefur verið keyrt á varaafli. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert