2.500 símtöl á tveimur dögum

Starfsmenn umferðarþjónustu Vegagerðarinnar svöruðu samtals um 2.500 símtölum á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku, þegar óveður gekk yfir landið, þetta kemur fram í frétt Vegagerðarinnar.

Starfsmenn voru tilbúnir í að gista í vinnunni ef þess þyrfti vegna anna að sögn Kristins Þrastar Jónassonar, deildarstjóra umferðarþjónustunnar.

Starfsmenn þjónustunnar svöruðu rúmlega þúsund símtölum á þriðjudeginum og um 1.500 símtölum á miðvikudeginum.

Símtölin á þriðjudeginum voru helst vegna Reykjanesbrautar og höfuðborgarsvæðisins. Á miðvikudeginum snerust símtölin mestmegnis um mokstur og opnanir vega.

Kristinn segir að ekki hafi þurft að kalla út auka mannskap þótt starfsfólk hafi verið boðið og búið að koma til vinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert