43 þúsund lítrar af mjólk til spillis

Óveður gekk yfir landið í síðustu viku.
Óveður gekk yfir landið í síðustu viku. mbl.is/Þorgeir

Veðurofsi sem gekk yfir landið í síðustu viku hafði mikil áhrif á bændur vegna ófærðar og rafmagnsleysis. Auðhumla, móðurfélag Mjólkursamsölunnar,  hvatti framleiðendur til að hella niður mjólk þar sem ekki náðist að halda stöðugri kælingu þannig að ekki var hægt að treysta á gæði mjólkurinnar.

Frá þessu er greint í Bændablaðinu.

Þar er haft eftir Garðari Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Auðhumlu, að ekki sé enn ljóst hversu mikli magni mjólkar var hellt niður. Innvigtun hafi verið 43 þúsund lítrum minni í síðustu viku en vikunni þar á undan.

„Minnkunin kemur einungis fram í Húnaþingi og á Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslusvæðinu. Annars staðar er eðlileg innvigtun,“ er haft eftir Garðari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert