Dómsmál í nýju ljósi

Landsréttur í Kópavogi.
Landsréttur í Kópavogi. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Breytt nálgun dómaranefndar gæti haft áhrif á málsmeðferðina fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Yfirdeild dómstólsins tekur Landsréttarmálið fyrir í febrúar.

Eiríkur Elís Þorláksson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, er þessarar skoðunar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að nefnd sem fjallar um hæfi dómara hafi áður notað reiknilíkan. Með því hafi umsækjendur fengið tiltekin stig byggð á starfsreynslu án þess að fram færi efnislegt mat á þekkingu og getu umsækjenda.

Vægast sagt gagnrýniverð

„Sú aðferð, sem notuð var í vinnu dómnefndar til að fjalla um hæfi dómara í Landsrétt þegar sá dómstóll var settur á fót, var vægast sagt gagnrýniverð. Má segja að umsögn dómnefndarinnar hafi gert það að verkum að ferlið gat aldrei gengið upp í tilviki skipanar dómara við Landsrétt. Ráðherra var settur í mjög erfiða stöðu eftir að umsögnin lá fyrir þar sem gert var upp á milli umsækjenda með stigakerfi þar sem skeikaði oft brotabroti,“ segir Eiríkur Elís. Nefndin breyti eðlilega um aðferðafræði telji hún að sú fyrri gangi ekki upp eins og virðist vera.

Umboðsmaður Alþingis rannsakar nú stigagjöfina en honum bárust kvartanir frá umsækjendum um stöðu dómara, þó ekki við Landsrétt, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra í mars eftir að dómur féll gegn ríkinu hjá neðri deild Mannréttindadómstól Evrópu í landsréttarmálinu. Ekki hefði verið farið að reglum við skipan dómara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert