Dómsmál í nýju ljósi

Landsréttur í Kópavogi.
Landsréttur í Kópavogi. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Breytt nálg­un dóm­ara­nefnd­ar gæti haft áhrif á málsmeðferðina fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Yf­ir­deild dóm­stóls­ins tek­ur Lands­rétt­ar­málið fyr­ir í fe­brú­ar.

Ei­rík­ur Elís Þor­láks­son, for­seti laga­deild­ar Há­skól­ans í Reykja­vík, er þess­ar­ar skoðunar. Máli sínu til stuðnings bend­ir hann á að nefnd sem fjall­ar um hæfi dóm­ara hafi áður notað reiknilík­an. Með því hafi um­sækj­end­ur fengið til­tek­in stig byggð á starfs­reynslu án þess að fram færi efn­is­legt mat á þekk­ingu og getu um­sækj­enda.

Væg­ast sagt gagn­rýni­verð

„Sú aðferð, sem notuð var í vinnu dóm­nefnd­ar til að fjalla um hæfi dóm­ara í Lands­rétt þegar sá dóm­stóll var sett­ur á fót, var væg­ast sagt gagn­rýni­verð. Má segja að um­sögn dóm­nefnd­ar­inn­ar hafi gert það að verk­um að ferlið gat aldrei gengið upp í til­viki skip­an­ar dóm­ara við Lands­rétt. Ráðherra var sett­ur í mjög erfiða stöðu eft­ir að um­sögn­in lá fyr­ir þar sem gert var upp á milli um­sækj­enda með stiga­kerfi þar sem skeikaði oft brota­broti,“ seg­ir Ei­rík­ur Elís. Nefnd­in breyti eðli­lega um aðferðafræði telji hún að sú fyrri gangi ekki upp eins og virðist vera.

Umboðsmaður Alþing­is rann­sak­ar nú stiga­gjöf­ina en hon­um bár­ust kvart­an­ir frá um­sækj­end­um um stöðu dóm­ara, þó ekki við Lands­rétt, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Sig­ríður Á. And­er­sen sagði af sér sem dóms­málaráðherra í mars eft­ir að dóm­ur féll gegn rík­inu hjá neðri deild Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu í lands­rétt­ar­mál­inu. Ekki hefði verið farið að regl­um við skip­an dóm­ara.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert