Flækjustig málsins ástæða tafar

Rannsókn lögreglunnar á skipulagðri glæpastarfsemi tengdri verslunum Euro Market er enn á lokametrunum að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.

Segir hann að lítið sem ekkert hafi breyst í málinu á síðastliðnu ári en býst við að ákvörðun verði tekin um ákæruna fljótlega þó hann telji ólíklegt að það verði fyrir áramót. Í samtali við Morgunblaðið á sama tíma í fyrra sagðist Karl búast við að málið yrði sent til saksóknara á árinu. Það er ljóst að töluverð töf hefur orðið á málinu en rúmlega tvö ár eru nú liðin frá því að fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi í tengslum við rannsóknina sem varðar skipulagða glæpastarfsemi í þremur löndum; Póllandi, Hollandi og Íslandi.

Spurður um ástæður fyrir töf málsins segir Karl að fleiri aðgerðir hafi verið nauðsynlegar eftir að lögreglan taldi að rannsóknum ætti að vera lokið.

„Flækjustigið er hátt í málinu. Það er mjög umfangsmikið og það eru mikil erlend samskipti. Það hefur reynt á mjög margt í þessu ferli sem að hefur þurft að takast á við. Það hefur gert það að verkum að þetta hefur tekið lengri tíma,“ segir Karl.

„Við lögðum auðvitað ekki upp með þennan tíma en þetta er bara búið að taka þennan tíma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka