Grípa til plans B ef ekkert breytist í viðræðunum

Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir. mbl.is/​Hari

„Það hefur verið ótrúlegur hægagangur í þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um kjaraviðræður stéttarfélaganna og viðsemjenda hjá ríki, Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Í gær var haldinn sáttafundur BSRB og samninganefndar ríkisins en ekkert kom út úr honum, að sögn Sonju.

Á stærra borði viðsemjenda eru vinnuvikustytting vaktavinnufólks, umræður um jöfnun launa og launaþróunartrygging. Á samningafundum BSRB og samninganefndar ríkisins hefur verið tekist á um orlof og starfsumhverfi. Sonja segir að starfsumhverfi opinberra starfsmanna einkennist af miklu álagi. „Við höfum lagt áherslu á að settar séu fram reglur sem fjalla um það hvernig megi sporna við álagi í vinnunni.“

Spurð hvort viðræðurnar, sem hafa staðið síðan í mars, séu ekki farnar að taka of langan tíma segir Sonja: „Jú og þolinmæðin er náttúrulega þrotin hjá öllum, bæði félagsmönnum og forystu aðildarfélaganna og BSRB. Það er alveg ljóst að ef þessi hægagangur heldur áfram eftir áramót þá munum við fara að huga að plani B.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert