Komugjöld á dagvinnutíma verða felld niður

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum. Niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis niðurgreiðslur vegna hjálpartækja. Þá verða reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Þetta er á meðal þess sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á fundi í heilbrigðisráðuneytinu í dag um ráðstöfun 1,1 milljarðs króna á næstu tveimur árum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinganna. 

Sagði hún að markmiðið væri að greiðsluþátttakan verði á pari við það sem best gerist á Norðurlöndunum. 

Á meðal þess sem mun breytast er að 1. janúar lækka almenn komugjöld í heilsugæslu úr 1.200 krónum í 700 krónur. Áformað er að fella komugjöld í heilsugæslu á dagvinnutíma niður að fullu árið 2021. Þá verða hormónatengdar getnaðarvarnir felldar undir lyfjagreiðsluþátttökukerfið fyrir konur sem eru 20 ára eða yngri. Einnig mun í janúar taka gildi ný reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands. Verður með henni m.a. komið til móts við þá sem þurfa reglulega að ferðast um lengri veg vegna blóðskilunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka