Ökumaður bifreiðar ók inn í snjóflóð sem féll þvert á veginn í Ljósavatnsskarði við Ljósavatn rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Búið að loka veginum frá Krossi að Grenivíkurafleggjara og gert er ráð fyrir að vegurinn verði lokaður í nótt og munu liðsmenn björgunarsveita verða við lokunarpósta í nótt.
Hvorki ökumanninum né farþegum bifreiðarinnar varð meint af.
Upplýsingar liggja ekki fyrir hversu stórt snjóflóðið var. Ökumaðurinn ók inn í flóðið að austanverðu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er líklegt að fólkið hafi ekki séð flóðið sögum slæms skyggnis og lélegrar færðar.
Vegir eru víða lokaðir á Norðurlandi vegna færðar en hvass vindur og ofankoma er norðan- og austantil. Þá er gul viðvörun í gildi á Ströndum og Norðurlandi, Austurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendi.