Varðskipið Þór aftengt á Dalvík

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi var búist við því að varðskipið Þór, sem hefur sinnt hlutverki rafstöðvar á Dalvík síðan í síðustu viku, yrði aftengt áður en fimmtudagsmorgun gengi í garð.

„Það er gert ráð fyrir því að skipið verði komið aftur til Reykjavíkur á föstudagsmorgun eða eitthvað slíkt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, fóru til Dalvíkur í gær á þyrlu gæslunnar, TF-EIR, til þess að kanna aðstæður um borð í varðskipinu.

Þór var tengdur við Dalvík síðastliðinn fimmtudag vegna rafmagnsleysis sem kom upp í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert