Yfir 90% þeirra sem voru á biðlista eftir brennsluaðgerð á hjarta í byrjun október höfðu beðið lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð og miðgildi biðtíma á tímabilinu var 42 vikur.
Viðmiðunarmörk embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir aðgerð eru 90 dagar og er miðað við að 80% komist í aðgerð innan þess tíma.
Því er ljóst að bið eftir þessari tegund aðgerða, sem og fleiri aðgerða, er langt umfram viðmiðunarmörk um ásættanlegan biðtíma.
Þetta kemur fram í greinargerð embættis landlæknis um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.