Búðir urðu fyrir tjóni

Rafmagnsleysið kostaði sitt fyrir eigendur verslana.
Rafmagnsleysið kostaði sitt fyrir eigendur verslana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ofsaveðrið og rafmagnsleysið á Norðurlandi í síðustu viku hafði áhrif á margar matvöruverslanir. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri Kjörbúðarinnar á Dalvík, segir í Morgunblaðinu í dag að tjón þar vegna rafmagnsleysis væri áætlað á aðra milljón.

„Það var kæli- og frystivara sem skemmdist. Ís, kjötvörur, pakkað álegg og fleira viðkvæmt sem þoldi ekki að missa kælinguna. Maður tekur ekki neina áhættu með það,“ sagði Guðrún. Rafmagnið fór snemma að morgni miðvikudags 11. desember og kom ekki aftur fyrr en aðfaranótt föstudags 13. desember. Verslunin var því lokuð í tvo daga. Þau fengu lánaðan dísilknúinn frystivagn frá GS Frakt ehf.

„Við náðum að bjarga öllu jólakjötinu og miklu af frystivöru,“ sagði Guðrún. Þau fylltu Sæplastskör af kælivöru eins og kældu kjöti og ostum, lokuðu þeim og settu aftast í tengivagninn þar sem varan hélst köld. „Þetta fór miklu betur en það hefði getað farið,“ sagði Guðrún.

Mokuðu út úr búðinni og svo aftur inn

Arna María Sigurbjargardóttir, verslunarstjóri Kjörbúðarinnar á Blönduósi, var ein í vinnunni eftir að óveðrið brast á þriðjudaginn 10. desember og lokaði klukkan 16.00. Venjulega er opið til kl. 18.00. Daginn eftir var ekki opnað fyrr en 12.30, að því er fram kemur í umfjöllun um afleiðingar rafmagnsbilunarinnar í óveðrinu á dögunum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert