Fjöldi vega ófær

Færðin á Norðausturlandi er ekki góð.
Færðin á Norðausturlandi er ekki góð. Kort/Vegagerðin

Þjóðveg­in­um um Ljósa­vatns­skarð var lokað fyrr í kvöld. Vegurinn er lokaður við gatna­mót­in við Kross að aust­an­verðu og við Stórutjarn­ir að vest­an­verðu. Snjóflóð féll á veg­inn í gær­kvöldi en snjó hefur kyngt niður á svæðinu í dag.

Gert er ráð fyrir því að Öxnadalsheiði lokist í kvöld vegna veðurs og slæmrar færðar. Henni hefur verið haldið opinni í dag en talið er að vegurinn loki eftir að vakt starfsmanna Vegagerðarinnar lýkur klukkan tíu.

Siglufjarðarvegur um Almenninga er lokaður, sem og vegirnir um Víkurskarð, Hólasand, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði.

Þá er gert ráð fyrir því að Hringveginum á Suðausturlandi, frá Lómagnúp að Jökulsárlóni verði lokað frá því klukkan átta í fyrramálið og fram að miðnætti annað kvöld.

Gul viðvör­un er í gildi fyr­ir Vest­f­irði, Strand­ir, Norður­land, Aust­ur­land, Suðaust­ur­land og Miðhá­lendi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert