Óheimilt að hætta að starfa samkvæmt samningi SÍ

Sjúkratryggingar Íslands vonast til þess að samningar náist fljótlega á …
Sjúkratryggingar Íslands vonast til þess að samningar náist fljótlega á nýju ári. mbl.is/Hjörtur

Sjúkraþjálfurum var óheimilt að hætta að starfa samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands þann 12 nóvember síðastliðinn samkvæmt niðurstöðu gerðardóms og ber að starfa áfram samkvæmt samningnum til 12. janúar.

Þetta kemur fram á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Þar segir enn fremur að sjúkraþjálfurum hafi því verið óheimilt að innheimta önnur gjöld af sjúklingum en þau sem kveðið er á um í samningi SÍ.

Þeim sjúklingum sem hefur verið gert að greiða sjúkraþjálfurum önnur gjöld en samningur SÍ kveður á um er því bent á að hafa samband við viðkomandi sjúkraþjálfara um endurgreiðslu. 

Deil­ur milli Fé­lags sjúkraþjálf­ara og Sjúkra­trygg­inga Íslands hafa farið fram fyr­ir opn­um tjöld­um síðan Félag sjúkraþjálfara lýsti því yfir að sjúkraþjálf­ar­ar myndu ekki sætta sig við að starfa áfram eft­ir samn­ingi sem hef­ur ekki verið leiðrétt­ur síðan gild­is­tími hans rann út. Gerðadómi var falið að úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamningsins sem var í gildi milli FS og SÍ.

Samn­ing­ur­inn rann út 31. janú­ar á þessu ári en SÍ til­kynnti sjúkraþjálf­ur­um 8. nóv­em­ber að stofn­un­in teldi að þeir væru bundn­ir af ákvæðum ramma­samn­ings­ins í sex mánuði til viðbót­ar.

Gerðadómur komst að þeirri niðurstöðu, eins og áður kom fram, að sjúkraþjálfurum beri að fara eftir ákvæðum rammasamningsins fram til 12. janúar.

Á vef SÍ segir að samkvæmt innkaupaferli sem nú er í gangi um kaup á þjónustu sjúkraþjálfara á að skila inn tilboðum þann 15. janúar 2020.  Það er því von SÍ að fljótlega eftir það verði komnir á samningar milli aðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert