Öxnadalsheiði og Ljósavatnsskarði líklega lokað

Vegna versnandi veðurs og færðar á Öxnadalsheiðinni má búast við …
Vegna versnandi veðurs og færðar á Öxnadalsheiðinni má búast við að henni verði lokað upp úr kl. 20.00 í kvöld. Mynd úr safni. Skjáskot

Þjóðveginum um Ljósavatnsskarð verður lokað í kvöld, líklega á milli klukkan 19 og 20, til klukkan 10 í fyrramálið, vegna versnandi veðurs, færðar og snjóflóðahættu. Jafnframt verður ferðalöngum veittar upplýsingar um færð og veður við gangnamunna Vaðlaheiðagangna að vestanverðu.

Vegurinn verður lokaður við gatnamótin við Kross að austanverðu og við Stórutjarnir að vestanverðu. Snjóflóð féll á veginn í gærkvöldi. 

Þá má búast við að Öxnadalsheiði verði lokað upp úr klukkan 20 í kvöld vegna versnandi veðurs og færðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert