Rannsóknarnefnd almannavarna virkjuð í fyrsta sinn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, hér fyrir miðri mynd, í heimsókn …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, hér fyrir miðri mynd, í heimsókn ríkisstjórnarinnar til Norðurlands eftir að óveðrið gekk þar yfir í síðustu viku. mbl.is/Eggert

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur virkjað rannsóknarnefnd almannavarna til þess að rýna og meta framkvæmd almannavarnaaðgerða í óveðrinu í síðustu viku. Frá þessu greindi Áslaug í pistli í Morgunblaðinu í dag.

Nefndin er sjálfstæð og starfar í umboði Alþingis. Þessi nefnd hefur aldrei verið virkjuð áður, þótt hún hafi verið kosin af Alþingi með reglubundnum hætti frá árinu 2008.

„Henni hef­ur fram til þessa ekki verið tryggt nauðsyn­legt fjár­magn á fjár­lög­um en ég hef gert ráðstaf­an­ir til tryggja nefnd­inni fjár­muni til rann­sókn­ar og skýrslu­gerðar í kjöl­far nýliðinna at­b­urða. Nefnd­in mun rann­saka þær áætlan­ir sem stuðst var við þegar hættu­ástandið skapaðist og hvernig viðbragðsaðilar brugðust við. Einnig á nefnd­in að gera til­lög­ur um úr­bæt­ur og vekja at­hygli á atriðum sem henni þykja máli skipta og horfa til bóta,“ segir Áslaug Arna í pistli sínum.

Þar segir ráðherra einnig að veðrið sem gekk yfir landið hafi sýnt að ástand öryggismála og uppbygging innviða sé ófullnægjandi. „Það er því mik­il­vægt að greina hvað fór úr­skeiðis og hvað sé unnt að bæta til að bregðast enn bet­ur við ef og þegar slík­ar aðstæður skap­ast á nýj­an leik,“ ritar Áslaug Arna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert