Íslendingar flykkjast til Tenerife og Kanarí

Margir Íslendingar halda jólin hátíðleg í sólarlöndum eins og á …
Margir Íslendingar halda jólin hátíðleg í sólarlöndum eins og á Tenerife og Kanaríeyjum til að flýja skammdegið og njóta hitans. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Enginn skortur er á Íslendingum sem velja að verja jólafríinu í sólríkum löndum en einn vinsælasti dagur til slíkra ferðalaga er einmitt í dag samkvæmt upplýsingum frá mörgum ferðaskrifstofum. Jólafríið í ár er einstaklega hagstætt hvað frídaga varðar og margir virðast hafa kosið að nýta það til ferðalaga.

Tenerife og Kanaríeyjar tróna, líkt og síðastliðin ár, efst sem helstu áfangastaðir Íslendinga yfir hátíðarnar en ferðaskrifstofurnar Vita, Úrval Útsýn og Heimsferðir bjóða allar upp á jólaferðir þangað. Voru nánast allar slíkar ferðir orðnar fullbókaðar mörgum mánuðum fyrir jól, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Vita voru ferðir til Tenerife og Kanaríeyja orðnar uppseldar strax í júní en 50 manns skráðu sig á biðlista hjá skrifstofunni í framhaldi. Eva Rakel Jónsdóttir, ferðaráðgjafi hjá Vita, segist aðspurð telja líklegt að jólaferðirnar hafi verið sérstaklega vinsælar í ár út af hagstæðum frídögum.

Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Heimsferða, sem einnig býður upp á jólaferðir til Tenerife og Kanaríeyja, tekur undir með Evu en hann segir fólk hafa verið óvenjutímanlega í að bóka jólaferðirnar í ár en þær voru allar orðnar uppseldar snemma í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert