Listi yfir þá sem sóttu um embætti ríkissáttasemjara verður ekki birtur fyrr en eftir áramót en umsóknarfrestur rann út á miðnætti.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mun skipa í embættið til fimm ára. Umsóknir verða metnar af sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd sem ráðherra skipar.
Bryndís Hlöðversdóttir, fráfarandi ríkissáttasemjari, sagði starfi sínu lausu og tók við starfi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu.
Gissur Pétursson ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu sagði í samtali við RÚV í morgun að listi yfir umsækjendur yrði ekki birtur fyrr en á nýju ári.