Listi yfir umsækjendur birtur á nýju ári

Bryndís Hlöðversdóttir er ekki lengur ríkissáttasemjara en óvíst er hver …
Bryndís Hlöðversdóttir er ekki lengur ríkissáttasemjara en óvíst er hver tekur við af henni. mbl.is/​Hari

Listi yfir þá sem sóttu um embætti ríkissáttasemjara verður ekki birtur fyrr en eftir áramót en umsóknarfrestur rann út á miðnætti.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, mun skipa í embættið til fimm ára. Um­sókn­ir verða metn­ar af sér­stakri ráðgef­andi hæfn­is­nefnd sem ráðherra skip­ar.

Bryndís Hlöðversdóttir, fráfarandi ríkissáttasemjari, sagði starfi sínu lausu og tók við starfi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu.

Gissur Pétursson ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu sagði í samtali við RÚV í morgun að listi yfir umsækjendur yrði ekki birtur fyrr en á nýju ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert