Malbikun í uppnámi vegna viðskiptabanns

Starfsmenn Hlaðbæjar Colas setja malbik í holur.
Starfsmenn Hlaðbæjar Colas setja malbik í holur. mbl.is/​Hari

Hlaðbær Colas og aðrir malbiksframleiðendur hér á landi munu áfram fá bik frá sænska fyrirtækinu Nynas AB á næsta ári.

Svo mun verða þrátt fyrir að Nynas hafi óskað eftir greiðslustöðvun í heimalandinu.

Ástæða vandræða Nynas er viðskiptabann Bandaríkjanna á Venesúela. Venesúelska ríkið á helmingshlut í Nynas AB, og Nynas getur ekki lengur keypt venesúelska hráolíu í bik sitt, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert