Skjálftahrinu lokið

Jaðrskjálftahrinunni í og við Fagradalsfjall er lokið.
Jaðrskjálftahrinunni í og við Fagradalsfjall er lokið.

Mjög dró í gær úr jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall á Reykjanesi sem hófst 15. desember. Meira en 1.700 jarðskjálftar mældust í hrinunni til 20. desember. Þar af voru ellefu skjálftar þrjú stig eða stærri.

Flestir þeirra komu fyrstu tvo daga hrinunnar. Sá stærsti mældist 3,7 stig og kom á fyrsta degi. Aðeins örfáir skjálftar mældust í gær og voru allir litlir.

Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í Morgunblaðinu í dag, að talið sé að jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall hafi stafað af hefðbundnum flekahreyfingum á þekktum sprungum, en ekki orðið vegna kvikuhreyfinga.

Meðan hrinan við Fagradalsfjall stóð sem hæst varð þess vart að sumir sem búa tiltölulega nálægt upptökunum fundu lítið fyrir jarðhræringunum en aðrir sem búa mun fjær fundu meira fyrir þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert