Á milli 35 og 40 þúsund viðskiptavinir

Fólk í biðröð í Vínbúðinni í Kringlunni.
Fólk í biðröð í Vínbúðinni í Kringlunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikið hefur verið að gera í Vínbúðunum í dag enda einn af stærstu dögum ársins í áfengissölu.

„Það hefur sýnt sig að það geta verið 35 til 40 þúsund viðskiptavinir á svona degi,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.

Spurð hvort biðraðir hafi myndast í dag segir hún jafna umferð hafa verið í Heiðrúnu og ekki hafi þurft að hleypa inn í hollum. Hún bendir á að mesta álagið sé á milli klukkan 16 og 18. „Það verður í lengstu lög reynt að láta þetta ganga vel.“

Sigrún Ósk býst einnig við stórum degi 30. desember og segir starfsmenn verða vel undirbúna fyrir hann.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert