Bráðatilvik fari á heilsugæsluna

Óskari Reykdalsson, læknir.
Óskari Reykdalsson, læknir. mbl.is/​Hari

„Lækkun komugjalda sjúklinga sem leita til heilsugæslu er mikilvægt skref í þeirri viðleitni stjórnvalda að hún sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Veikindi eru yfirleitt þess eðlis að óþarft er að leita á bráðamóttöku.“

Þetta segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í sl. viku kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra margvíslegar ráðstafanir til að minnka greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu. Þar má nefna að almenn komugjöld í heilsugæslunni, þar sem viðkomandi sjúklingur er skráður, lækka úr 1.200 kr. í 700 kr. miðað við komu á dagvinnutíma. Áformað er svo að fella gjöldin að fullu niður árið 2021 og er áætlaður kostnaður vegna þess um 350 millj. kr.

„Að undanförnu hafa verið tekin stór skref sem hafa eflt heilsugæsluna. Þar má nefna sálfræðiþjónustu og á næsta ári verður sett á laggirnar öflugt geðheilsuteymi fyrir fanga,“ segir Óskar í Morgunblaðinu í dag og minnir á að á sl. tveimur árum hafi fjárframlög til heilsugæslunnar verið aukin um 18% að raunvirði. Verulega muni um slíkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka