Gjaldskrá sjúkraþjálfara hækkar

Sjúkraþjálfun. Búast má við því að gjaldskrá hækki á næstunni.
Sjúkraþjálfun. Búast má við því að gjaldskrá hækki á næstunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjúkraþjálfurum er frjálst að breyta verðskrá sinni eftir að gerðardómur feldi úrskurð þess efnis að Félag sjúkraþjálfara væri ekki lengur bundið við útrunninn samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ).

Samningurinn rann út hinn 31. janúar sl. SÍ tilkynnti sjúkraþjálfurum í nóvember að stofnunin teldi sjúkraþjálfara bundna af ákvæðum samningsins til sex mánaða í viðbót. Var þeirri ákvörðun skotið til gerðardóms sem skilaði úrskurði sínum fyrir helgi. Var það niðurstaðan að hæfilegur frestur væri til 12. janúar næstkomandi.

Unnur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Félags sjúkraþjálfara, segir að frá og með þeim degi gefist sjúkraþjálfurum heimild til þess að breyta gjaldskrám sínum frá því sem tilgreint var í samningnum við SÍ. „Við gerum þó ráð fyrir því að SÍ muni standa við sinn hluta samningsins og að ráðherra setji reglugerð sem heimilar endurgreiðslur þó að enginn samningur sé í gildi á milli aðila. Er það samkvæmt lögum sem skylda ráðherra til endurgreiðslu eins og verið hefur þrátt fyrir að ekki sé samningur sé í gildi,“ segir Unnur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert