Hlutfall unga í rjúpnaveiðinni lágt

Rjúpan er oft illsýnileg og flögrar upp rétt hjá veiðimanninum, …
Rjúpan er oft illsýnileg og flögrar upp rétt hjá veiðimanninum, þegar hann á síst á því von. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Hlutfall unga er almennt mjög lágt í rjúpnaveiðinni í haust, samkvæmt aldursgreiningum dr. Ólafs Karls Nielsen, vistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Eina svæðið sem stendur upp úr með þokkalegt ungahlutfall eru Vestfirðir. Þar er hlutfall unga í veiðinni 74%.

Ólafur var í gær búinn að fá til aldursgreininga 2.395 vængi frá veiðitímanum 2019 og gerir ráð fyrir að fá um það bil 1.000 vængi til viðbótar.

Veiðimenn eru hvattir til að senda annan væng veiddra rjúpna til Náttúrufræðistofnunar Íslands, Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabæ. Einnig má skila vængjum í afgreiðslu eða setja í póstkassa við aðalinngang. Upplýsingar um veiðimann og veiðistað þurfa að fylgja. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert