Íbúðalánasjóður sameinast Mannvirkjastofnun

Hermann Jónasson verður forstjóri Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.
Hermann Jónasson verður forstjóri Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun munu sameinast um áramót undir heitinu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, en Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra þess efnis.

Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að markmið stjórnvalda með sameiningunni sé að stuðla að betri, öruggari og skilvirkari húsnæðismarkaði, en í nýrri stofnun verður stjórnsýsla bygginga-, bruna- og húsnæðismála að sögn efld.

Með stærðarhagkvæmni og samlegðaráhrifum gefist kostur á að einfalda stjórnsýsluna og efla verulega stafræna stjórnsýslu. Má þar nefna rafræna byggingargátt, sem nýverið var tekin í gagnið þar sem finna má öll gögn er varða mannvirki, frá umsókn um byggingarleyfi til lokaúttektar.

Öllu starfsfólki stofnanna tveggja hefur verið boðið starf hjá hinni nýju stofnun, en starfsemi hennar verður til húsa í Borgartúni 21, núverandi húsnæði Íbúðalánasjóðs. Herman Jónasson, fráfarandi forstjóri Íbúðalánasjóðs, tekur við sem forstjóri en Anna Guðmunda Ingvarsdóttir verður aðstoðarforstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert