„Ómetanlegt að fá utanaðkomandi aðstoð“

„Þetta er ekkert einhver falleg á sem að liðast meðfram …
„Þetta er ekkert einhver falleg á sem að liðast meðfram grasi grónum bökkum.“ Frá leitinni við Gnúpá. Ljósmynd/Landsbjörg

„Þetta nátt­úr­lega kom ofan í önn­ur gríðarlega mik­il verk­efni, svo allt vett­linga­fært fólk var í verk­efn­um þegar þetta dyn­ur svo yfir. Það var dá­lítið mikið högg að fá þetta ofan í allt hitt, hitt var eig­in­lega al­veg nóg sem við vor­um að glíma við,“ seg­ir Smári Sig­urðsson, sem er í aðgerðastjórn björg­un­ar­sveita á Norður­landi.

Hér ræðir hann við mbl.is um út­kallið sem barst kl. 21:37 miðviku­dags­kvöldið 11. des­em­ber, en þá var til­kynnt um að 16 ára pilt­ur hefði fallið í Gnúpá í Sölva­dal inn af Eyjaf­irði. Þar hafði krapa­bylgja hrifsað hann með sér þar sem hann var með öðrum manni að huga að vatns­afls­virkj­un í ánni. Dreng­ur­inn hét Leif Magnús Grét­ars­son This­land og var bú­sett­ur í Vest­manna­eyj­um.

„Þegar við fáum þetta út­kall þá er ennþá leiðinda­veður, það er mik­il snjó­koma og mik­il ófærð. Það voru auðvitað björg­un­ar­menn út um allt í verk­efn­um, það var ekki eins og menn væru all­ir heima að bíða eft­ir þessu, svo það tók svo­lítið í að manna þetta í fyrstu lotu, eðli­lega. En menn drifu sig af stað, þeir sem voru til­tæk­ir, og þeir sem voru komn­ir í hvíld komu aft­ur í hús til að fara fram­eft­ir,“ seg­ir Smári í sam­tali við blaðamann, en þegar til­kynn­ing barst um slysið voru að baki tveir fár­viðris­dag­ar þar sem björg­un­ar­sveit­ir höfðu staðið í ströngu, ekki síst á Norður­landi.

Smári Sigurðsson björgunarsveitarmaður á Akureyri.
Smári Sig­urðsson björg­un­ar­sveit­armaður á Ak­ur­eyri. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„En það er nú þannig í svona verk­efn­um eins og þessu, þá geng­ur maður und­ir manns hönd til þess að leysa mál­in og það var strax komið snjóruðnings­tæki og við fór­um fram­eft­ir á sleðum og snjó­bíl, þannig að þetta gekk í raun ótrú­lega vel að kom­ast á vett­vang en það var nátt­úr­lega mik­il ófærð og al­gjört skítviðri.“

Er á vett­vang var komið var ljóst að aðstæður til leit­ar þar væru mjög erfiðar, en þrátt fyr­ir að Gnúpá sé til­tölu­lega lít­il á er far­veg­ur henn­ar um djúp gil og gljúf­ur. „Þetta er ekk­ert ein­hver fal­leg á sem að liðast meðfram grasi grón­um bökk­um. Hún fell­ur þarna niður í djúp gil og mik­il gljúf­ur og þarna eru háir foss­ar ofan í gljúfr­inu,“ seg­ir Smári, sem bæt­ir við að einnig hafi krap­inn í ánni verið gríðarleg­ur, mikið hafði snjóað en einnig telja björg­un­ar­sveit­ir að ofar í Sölva­dal hafi mörg snjóflóð fallið og þeim snjó svo skolað niður með Gnúpánni.

Fyrstu bjarg­ir komu á staðinn í svarta­myrkri og „mok­andi hríð“ en björg­un­ar­sveit­ar­menn drifu sig strax í að fara meðfram ánni eins og hægt var við þess­ar aðstæður. Svo týnd­ust til fleiri bjarg­ir eft­ir því sem leið á nótt­ina. Land­helg­is­gæsl­an flaug með kafara frá sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra og straum­svatns­björg­un­ar­menn að sunn­an og bætt­ust þeir í hóp um 30-40 björg­un­ar­manna sem þegar voru komn­ir á staðinn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar við leit í ánni.
Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar við leit í ánni. Ljós­mynd/​Lands­björg

„Okk­ur veitti sann­ar­lega ekki af auknu liði, allt okk­ar lið var búið að vera í verk­efn­um og örþreytt,“ seg­ir Smári. „Við náðum fólki úr öðrum verk­efn­um þarna inn og það koma hóp­ar frá höfuðborg­ar­svæðinu líka, keyr­andi þarna um nótt­ina, og svo kem­ur heima­fólk hér úr hvíld um morg­un­inn og áfram geng­ur þetta alla nótt­ina og all­an næsta dag.“

Óásætt­an­leg áhætta að vera með menn í ánni

Síðdeg­is á fimmtu­deg­in­um flaug Hercu­les-flug­vél danska hers­ins frá Reykja­vík með auk­inn mann­skap og búnað til þess að taka þátt í leit­inni.

„Við ætluðum þá að keyra inn í nótt­ina með öfl­ug­an hóp að leita ánna og fara í hana, en þá tók­um við end­ur­mat á verk­efnið. Við nátt­úr­lega sáum það að við vor­um ekki í líf­bjarg­andi verk­efni leng­ur, það voru eng­ar lík­ur á því og aðstæður hættu­leg­ar. Þá ákváðum við að setja ör­ygg­is­stuðul­inn enn hærra á okk­ar fólki og vera ekki að taka nein­ar frek­ari áhætt­ur,“ seg­ir Smári, en síðdeg­is á fimmtu­deg­in­um hafði krapa­bylgja farið af stað í ánni á svip­stundu og lagt björg­un­ar­menn sem voru að störf­um ofan í ánni í stór­hættu. Allt fór þó bless­un­ar­lega vel.

„Bara eins og hendi væri veifað kem­ur bylgja með krapa og vakt­in sem var að fylgj­ast með ánni sá þetta og kallaði auðvitað og menn náðu all­ir að forða sér. En þá var tek­in ákvörðun um að þetta væri ekki ásætt­an­leg áhætta að vera í ánni. Þegar þetta ger­ist þá var liðið allt sam­an dregið upp og ákveðið að leita bara frá landi, en ekki fara ofan í ánna. Það var bara of hættu­legt,“ seg­ir Smári.

„Það var náttúrlega mikil ófærð og algjört skítviðri“
„Það var nátt­úr­lega mik­il ófærð og al­gjört skítviðri“ Ljós­mynd/​Lands­björg

„Við dróg­um úr leit­inni þarna [á fimmtu­dags­kvöld] og höfðum bara vakt­pósta þar sem við gát­um kom­ist að ánni og séð al­menni­lega ofan í hana með ljós­köst­ur­um. Svo morg­un­inn eft­ir vor­um við búin að skipu­leggja lítið átak í að leita alla ánna eins og hægt var á ör­ugg­an hátt og al­veg niður í Eyja­fjarðaránna, sem þessi á renn­ur í. Við leituðum áfram niður hana og feng­um þyrluna og dróna og veðrið var orðið þokka­legt. Það skilaði síðan ár­angri þarna skömmu eft­ir há­degi, þá sást í eitt­hvað sem okk­ur sýnd­ist vera lík­legt og þyrlumaður seig þarna ofan í gljúfrið og staðfesti að um mann­inn væri að ræða. Sem bet­ur fer fund­um við hann,“ seg­ir Smári, en dreng­ur­inn fannst á stað í ánni sem ómögu­legt var að sjá til af bakk­an­um.

All­ir til í að hjálpa ef þeir geta

Þar með lauk þessu erfiða verk­efni, sem tók bæði mikið á þrek þeirra sem þar voru að störf­um á slysstað og þeirra sem stóðu vakt­ina í aðgerðastjórn. Smári seg­ir magnað hvað all­ir séu til­bún­ir að leggja á sig.

„Það var búið að ganga ansi mikið á þarna í tvo sól­ar­hringa og menn bún­ir að standa lang­ar vakt­ir, verk­efn­in gríðarlega mörg út um allt Norðaust­ur­land. Við vor­um með aðgerðastjórn hérna á Ak­ur­eyri fyr­ir allt um­dæmi lög­regl­unn­ar. Þetta var ekk­ert á þau bæt­andi verk­efni bæt­andi, en ég held hins veg­ar að menn hafi leyst þetta eins vel og hægt var. Það er eig­in­lega dá­lítið magnað, í öllu þessu ferli, hvað menn eru til í að leggja á sig fyr­ir svona verk­efni.

Hercules-vél danska sjóhersins flutti björgunarsveitarmenn á staðinn.
Hercu­les-vél danska sjó­hers­ins flutti björg­un­ar­sveit­ar­menn á staðinn. Ljós­mynd/​Lands­björg

Ekki bara björg­un­ar­sveit­ir og lög­regla held­ur líka bara verk­tak­ar sem haft var sam­band við ef það vantaði eitt­hvað og heima­menn í sveit­inni þarna fremra rigguðu upp mat og kaffi í gömlu fé­lags­heim­ili fyr­ir björg­un­ar­sveit­ar­menn. Þetta er mjög mik­il­vægt í þessu ferli, það leggj­ast ein­hvern­veg­inn all­ir á eitt og það eru all­ir til í að gera gagn, ef þeir geta.

Þetta sýn­ir líka úr hverju þetta fé­lag, Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg, er smíðað. Strax og þetta verk­efni kem­ur upp þá koma hér bjarg­ir ann­arsstaðar af á land­inu inn á svæðið, menn eru til­bún­ir að stökkva af stað þó að þeir séu á Sel­fossi, Akra­nesi, Reykja­vík eða Reykja­nes­bæ, að koma hingað og keyra inn í nótt­ina til að koma hingað og hjálpa til.

„Það er eiginlega alveg magnað, menn stökkva út úr sínu …
„Það er eig­in­lega al­veg magnað, menn stökkva út úr sínu dag­lega lífi frá fjöl­skyldu og eru bara til í að leggja sitt af mörk­um. Það var bara ómet­an­legt að fá ut­anaðkom­andi aðstoð, því við vor­um ekki af­lögu­fær hvorki á mann­skap eða á kröft­um.“ Ljós­mynd/​Lands­björg

Það er eig­in­lega al­veg magnað, menn stökkva út úr sínu dag­lega lífi frá fjöl­skyldu og eru bara til í að leggja sitt af mörk­um. Það var ómet­an­legt að fá ut­anaðkom­andi aðstoð, því við vor­um ekki af­lögu­fær hvorki á mann­skap eða á kröft­um. Við vor­um nátt­úr­lega í verk­efn­um og við þurft­um áfram að sinna allskon­ar öðrum verk­efn­um þó að þessi leit væri í gangi. En allt gekk þetta upp,“ seg­ir Smári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert