Ragnar með jólasögu

Ragnar Jónasson.
Ragnar Jónasson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í aðfangadagsblaði Morgunblaðsins í dag sýnir Ragnar Jónasson, lögfræðingur og spennusagnahöfundur, á sér nýja hlið í fallegri jólasögu.

Titill sögunnar er Andartak við sjóinn og gerist hún á Siglufirði en þaðan er Ragnar einmitt ættaður, að því er fram kemur í umfjöllun um sögu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Ástin, örlögin, minningar frá liðinni tíð og heitar tilfinningar eru þráðurinn í sögu Ragnars þar sem jól, stórhríð og snjóflóð í síldarbænum eru umgjörðin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert