Ekki er sýnilegur ábati af stofnun hálendisþjóðgarðs þegar ofuráhersla er lögð á að stöðva nýtingu fallvatna eins og meginmarkmið virðist vera.
Þetta segir Páll Gíslason hjá Fannborg ehf. sem starfrækir ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllun, í samtali í Morgunblaðinnu í dag.
Hann hefur ýmsar efasemdir um stofnun þjóðgarðs sem nú er í undirbúningi, svo sem að ávinningurinn af starfseminni sé jafn mikill og sumir telji. Nær sé að fela sveitarfélögum og einkaaðilum umsjón og eftirlit með svæðum á hálendinu þar sem blönduð landnýting sé farsæl leið.