Engu nær um afdrif Rimu

Björgunarsveitarmenn við leit að Rimu í dag.
Björgunarsveitarmenn við leit að Rimu í dag. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja, segir engar nýjar vísbendingar hafa komið fram um Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur, sem tal­in er hafa fallið í sjó­inn við Dyr­hóla­ey, eftir að leit hófst að nýju um hádegi. Ekkert hefur spurst til Rimu síðan á föstudagskvöldið 20. desember.

„Það hefur gengið bara ágætlega. Við höfum komist á flest svæði sem við vildum komast á en það er mikið brim sums staðar svo við höfum ekki lagt í að taka ákveðna staði sem við ætluðum okkur að taka. Við reynum þá staði aftur á morgun,“ segir Orri í samtali við mbl.is. 

Orri segir það líklegt að leit ljúki á milli klukkan 15 og 16 í dag og verði síðan haldið áfram á morgun. 

„Við erum engu nær. Það eru engar nýjar vísbendingar. Það er mjög sérstakt því það var mjög hástreymt í nótt en það virðist ekki hafa skilað neinu. Maður sér að sjórinn hefur gengið langt inn að landi í nótt og það er lítill reki að sjá, það er ekkert sem það hefur skilað okkur.“

Á bilinu 60 til 70 björgunarsveitarmenn eru nú við leit og notast er við jeppa og fjórhjól, auk þess sem margir séu fótgangandi. Orri segir aðstæður til leitar vera ágætar, fyrir utan mikið brim sums staðar. 

Björgunarsveitarmenn við leit að Rimu í dag.
Björgunarsveitarmenn við leit að Rimu í dag. Mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert